Ferðaþjónustufundur í Bolungavík

Ferðaþjónustuaðilar í Bolungavík komu saman í gærkvöldi til fundar. Á myndinni er Haukur Vagnsson að opna fundin og fara yfir stöðuna í ferðaþjónustu í Bolungavík. 

Talsverður fjöldi mætti til fundarins og var mikill hugur í fundarfólki.

Fólk var sammála um að framtíðin væri björt fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og í Bolungavík og mikil uppbygging væri framundan í afþreyingu, þjónustu og gistingu. Margar áhugaverður hugmyndir komu fram um nýsköpun í Bolungavík og var fundarfólk sammála um að möguleikar á nýrri þjónustu eru gríðarlegir.

Sérstaklega var mikill áhugi á að efla þjónustu við skemmtiferðaskip og hvernig ferðaþjónar og Bolungarvíkurhöfn geta sótt fleiri skip til að koma til Bolungavíkur.

Einnig var rætt um þá miklu möguleika sem útsýnispallurinn á Bolafjalli skapar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Áhugafólki um uppbyggingu ferðaþjónustu er bent á að hafa samband við Hauk í gegnum fésbókarsíðu ferðaþjóna í Bolungavík.

DEILA