Faxaflóahafnir: tveir Ísfirðingar meðal umsækjenda

Reykjavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Tveir Ísfirðingar eru meðal umsækjenda um stöðu hafnarstjóra Faxaflóahafna. Það eru þeir Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og Gunnar Tryggvason, verkfræðingur og starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Alls sóttu sjö um stöðuna og eru hinir fimm eftirtaldir:

  • Elías Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri
  • Haraldur Sverrisson, fyrrverandi bæjarstjóri
  • Jón Valgeir Björnsson, deildarstjóri
  • Karl Óttar Pétursson, lögmaður
  • Kristín Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs

DEILA