Bolungavík: sláturhúsið rís

Laxasláturhús Arctic Fish í Bolungavík. Mynd: Sveinn Ingi Guðbjörnsson

Fyrir helgina var hafist handa við að reisa laxasláturhús Arctic Fish í Bolungavík. Keypt var nýbyggt húsnæði Fiskmarkaðs Vestfjarða og við það er svo bætt viðbyggingu sem var verið að reisa sperrur af fyrir helgina.

Verktakinn eru Vestfirskir verktakar ehf.

Eins og sjá má er viðbyggingin stærri en nýbyggingin sem var komin eða 1700 fermetrar að stærð á móti 1000 fermetrum. Samtals verður gólfflöturinn 2.700 fermetrar. Að auki verða 2.500 fermetrar í millilofti þannig að heildarflatarmálið verður 5.200 fermetrar. Kostnaður við sláturhúsið er um 4 milljarðar króna. Á þessu ári er einnigí byggingu stór seiðaeldisstöð í Tálknafirði og er kostnaður við hana um 4 milljarðar króna.

DEILA