Boðaðar lagabreytingar á svæðisskiptingu strandveiða og veiðistjórn grásleppu

Smábátar í Bolungavíkurhöfn í lok ágúst. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru tvö mál frá Matvælaráðherra sem varðar veiðistjórn á strandveiðum og grásleppu auk þess þriðja sem varðar rafvæðingu smábáta. verða málin lögð fram í vetur og steft að því að lögfesta ákvæði þeirra fyrir vorið.

Um svæðisskiptingu strandveiða segir í þingmálaskránni að með frumvarpinu verði lagt til að tekin verði að nýju upp svæðis- og kvótaskipting strandveiða sem miði við fjögur svæði með hliðsjón af veiðanleika botnfisks á hverju svæði um sig og að frumvarpið komi fram í febrúar á næsta ári. Núverandi fyrirkomulag sætti nokkurri gagnrýni í sumar af hálfu útgerða á norðausturhorni landsins sem töldu það ívilna útgerðum á vestanverðu landsinu á sinn kostnað. Einn helsti hvatamaður að því að afnema svæðisskiptinguna var þáverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrv, alþm Vinstri grænna í Norðavesturkjördæmi.

Frumvarp um veiðistjórnun grásleppu er einnig áformað í febrúar.  Í því verður lögð til markvissari veiðistjórnun á grásleppu segir í þingmálaskránni. „Horft er til þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um veiðistjórn grásleppu undanfarin ár, þ.m.t. um skiptingu milli svæða og aðgerðir sem sporni gegn samþjöppun.“ Nánar er ekki útskýrt efni frumvarpsins en fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson vildi kvótasetja grásleppuveiðarnar en hafði ekki stuðning við þá áform..

Loks er boðað frumvarp í nóvember þess efnis að  lmeð bráðabirgðaákvæði verði þeim fiskiskipum heimilt á fiskveiðiárinu 2022/2023 sem knúin eru rafmagni sem aðalaflgjafa að landa 750 kg í þorskígildum talið af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð á strandveiðum. 

DEILA