Arctic Fish: nýr prammi – Nónhorn

Í gær kom til Þingeyrar nýr fóðurprammi sem er fimmti pramminn í eigu Arctic Fish og fékk hann nafnið Nónhorn. Pramminn er mikil smíði, búinn nýjustu tækni og er sennilega einn flottasti fóðurprammi í heimi að sögn Daníels Jakobssonar. Hann tekur rúmlega 600 tonn af fóðri í 8 síló. Nónhorn er búinn rafhlöðum sem ljósavélar hlaða og dregur úr notkun dísels um 60-70% og þar með kolefnislosun. Pramminn var dreginn hingað frá Gdynja í Póllandi þar sem hann var smíðaður af Scale. Eftir standsetningu í höfninni á Þingeyri fer hann á nýjustu eldisstaðsetningu Arctic Fish við Hvestu í Arnarfirði þar sem eldisbændur eru að ala um 1 milljón laxa á 4000 tonna leyfi fyrirtækisins. Líklegt er að verðið á fullbúnum prammanum sé á fimmta hundrað milljóna króna.

Pramminn Nónhorn á Þingeyri.

Myndir: Arctic Fish.

DEILA