Áfengissala: landsbyggðin og höfuðborgarsvæðin ósammála

Laugardalsvöllur í Reykjavík.

Verulegur munur kemur fram í afstöðu fólks eftir búsetu til sölu á bjór á landsleikjum í knattspyrnu í Laugardalnum annars vegar og sölu á björ og léttvíni á skíðasvæðum landsins hins vegar. Þar er í báðum tilvikum mun meiri stuðningur við sölu áfengis hjá svarendum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Stuðningur við sölu bjór á landsleikjum í knattspyrnu í Laugardalum er yfirgnæfandi á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru 45% fylgjandi sölu eða 29% andvíg. Á landsbyggðinni er þessu öfungt farið. Þar eru fleiri andvígur sölu en fylgjandi. Fylgjandi sölu björs eru 38% en 40% eru andvíg.

Stuðningur við sölu léttvís og bjórs á skíðasvæðum landsins er mikill, þótt hann sé þó heldur minni en við sölu bjórs á landsleikjum í knattspyrnu. Á höfuðborgarsvæðinu eru jafnmargir fylgjandi og eru andvígir, 37% í hvorum hópi. Á landsbyggðinni reyndust 26% fylgjandi áfengissölunni en 48% andvígir.

Í heildina eru fjórir af hverjum tíu fylgjandi sölu bjórs á knattspyrnuleikjum landsliðsins í Laugardal og þriðjungur andvígur. Tæplega þriðjungur er hlynntur sölu áfengis á skíðasvæðunum og fjórir af hverjum tíu andvígir.

Konur eru mun andvígari sölu bjórs og léttvíns en karlar og svarendur yngri en 40 ára eru mun hlynntari sölu en þeir sem eru eldri en 50 ára.

DEILA