VG félagar hoppa í ísfirsku logni

Gríðarleg notkun var á hopphjólum á Ísafirði um helgina, þar sem flokksráðsfundur VG fór fram laugardag og sunnudag, og var aukningin 25 prósent miðað við síðustu helgi.

Fundurinn var haldinn í Edinborgarhúsinu í hjarta bæjarins og sóttu hann alls um áttatíu manns. Ragnar Sigtryggsson, eigandi fyrirtækisins Hopp Ísafjörður, sá til þess að nægum fjölda hopphjóla var lagt utan við fundarstaðinn, vitandi sem er að Vinstri græn eru mjög upptekin af umhverfisvænum ferðamátum. Sérstaklega vel viðraði til göngu og hjólaferða á Ísafirði um helgina, þar sem var logn, sól og hlýtt. Ekki brugðust væntingar Ragnars, því sjá mátti VG félaga á Ísafirði á ferðinni út um allan bæ og milli fundar og gististaða, kvölds og morgna og um miðjan dag.

DEILA