Vesturbyggð: ráðningarsamningur við Þórdísi Sif lagður fram

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Drög að ráningarsamningi við Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar var lagður fram í bæjarráði í gær. Bæjarráðið samþykkti samninginn og fól forseta bæjarstjórnar að ganga frá og skrifa undir ráðningarsamninginn.

Ráðningasamningnum var vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð Vesturbyggðar þakkaði Rebekku Hilmarsdóttur fráfarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar fyrir vel unnin störf og óskaði henni velfarnaðar í nýjum verkefnum í framtíðinni.

Þórdís Sif var bæjarstjóri í Borgarbyggð síðustu tvö árin og þar áður bæjarritari í Ísafjarðarbæ.

DEILA