Vesturbyggð: nýr slökkvibíll fyrir Bíldudal

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Moto Truck  í nýjan slökkvibíl fyrir Bíldudal. Fimm tilboð bárust og var lægstbjóðandi Moto Truck og var tilboðið 14% yfir kostnaðaráætlun.

Tilboðið er 492.000 evrur sem samsvara nærri 69 milljónir króna. Kostnaðaráætlunin er 430.000 evrur án VSK. Hæsta tilboðið var frá Angloco Ltd og var 687.872 evrur eða um 95 m.kr.

DEILA