Vestri: mætir Fjölni á Olís vellinum Ísafirði í dag

Átjánda umferð Lengjudeildar karla verður leikin í dag. Vestri fær Fjölni í Grafarvogi í heimsókn og hefst leikurinn kl 18 á Olísvellinum.

Fjölnir er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig og á enn möguleika á að ná öðru hvoru efstu sætanna, sem gefa sæti í Bestu deildinni á næsta keppnistímabili, er sjö stigum á eftir HK sem situr í 2. sæti. Vestri er hins vegar í 8. sæti með 22 stig og á ekki lengur möguleika á að fara upp um deild, en liðið þarf a.m.k. eitt stig til viðbótar í leikjunum fjórum sem eftir eru til þess að vera fullkomlega öruggt um að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.

Jafntefli eða sigur í dag myndi skila Vestra góðum árangri.

DEILA