Vestfirðir: lögreglustjórinn hættur

Karl Ingi Vilbergsson er til vinstri á myndinni og Birgir Jónasson til hægri. Myndin er tekin þegar Karl lét af störfum og Birgir tók við.

Í gær sunnudaginn, 14. ágúst, lét Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, af störfum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra (situr á Sauðárkróki) Birgir Jónasson er settur lögreglustjóri á Vestfjörðum til næstu tveggja mánaða eða þar til nýr lögreglustjóri verður skipaður. Starfið hefur ekki verið auglýst. Karl tekur við starfi saksóknara hjá Héraðssaksóknaraembættinu.

Engin löglærður fulltrúi er nú starfandi við embættið samkvæmt heimildum Bæjarins besta.

DEILA