Uppskrift vikunnar – Öðruvísi grænmetissúpa

Mörgum finnst kannski skrítið að nota skyr í súpu en þetta kemur skemmtilega á óvart. Eina sem er virkilega öðruvísi við þessa súpu að það er ekkert gott að hita hana upp daginn eftir.

Svo eins og með allt er lítið mál að bæta við og breyta, mér finnst mjög gott til dæmis að bæta við rófum enda get ég borðað rófur með öllum mat.

Hráefni:

1 lítill rauðlaukur

3 hvítlauksgeirar

3 meðal stórar gulrætur

1 gul paprika

1 kúrbítur

Olía til steikingar

1 dós (400 ml) niðursoðnir maukaðir tómatar

Salt og pipar eftir smekk

1 tsk. þurrkað oregano

1 tsk. paprikuduft

1 lárviðarlauf lauf

800 ml kjúklingasoð

1 dós skyr hreint

Aðferð:

Skerið grænmetið smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu þangað til það er byrjað að mýkjast.

Hellið tómötunum út í ásamt kjúklingasoðinu. Látið suðuna koma upp. Kryddið súpuna og smakkið til. Látið lárviðarlaufið ofan í súpuna sjóðið í 15 mínútur.

Fjarlægið lárviðarlaufið, bætið við 2 msk. af hreinu skyri í súpuna og kryddið meira (ef við á) eftir smekk.

Hellið súpunni í skálar og setjið 1 msk. af hreinu skyri á hverja skál.

Berið fram með góðu brauði og smjöri eða pestó.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA