Þingeyri: geymsluhúsi breytt í gistiheimili

Fjarðargata 42, Þingeyri.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi frá Katli Berg Magnússyni , dags. 5. júlí 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta Fjarðargötu 42 á Þingeyri í gistiheimili með tveimur íbúðum. Í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er húsið á reit A3 og skilgreint sem athafnasvæði. Samþykkt var ósk um óverulega breytingu á aðalskipulagi til þess að heimila rekstur gistiheimilis á reitnum.

Á lóðinni er eitt mannvirki, áhalda og geymsluhús og sótt er um að breyta húsinu í gistiheimili, tvær íbúðir til útleigu. Húsið er byggt 1945, timburhús, einangrað og klætt að innan með gifsi, en utan með timburklæðningu að hluta og báru að hluta. Steyptur sökkull og steypt plata.

Grunnmynd að húsinu breyttu.

DEILA