Tálknafjörður: svara engu um húsaleigu sveitarstjóra

Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps, og Ólafur Þór Ólafsson handsala ráðningu sveitarstjóra fyrir kjörtímabilið 2022-2026.

Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps og Ólafur Þ. Ólafsson, sveitarstjóri svara engu ítrekuðum fyrirspurnum Bæjarins besta um afrit af húsaleigusamning og fjárhæð húsaleigu sem sveitarstjórinn greiðir fyrir íbúð sem hann leigur af sveitarfélaginu.

Fyrirspurnin var sent 10. júlí og ítrekuð 12. júlí. Þá vísaði oddvitinn fyrirspurninni til sveitarstjóra að svara að þegar hann kæmi aftur úr sumarleyfi eftir verslunarmannahelgi.

Enn var fyrirspurnin ítrekuð 16. ágúst og 23. ágúst en engin viðbrögð hafa orðið og engin svör hafa borist ennþá.

DEILA