Súðavík: allar leiguíbúðirnar í útleigu

Grundarstræti 7 - 9 Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Allar fimm leiguíbúðirnar að Grundarstræti 7-9 í Súðavík sem teknar voru í notkun á síðasta ári hafa verið í útleigu að sögn Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra. Súðavíkurhreppur keypti þrjár af íbúðunum og seldi í staðinn tvær íbúðir sem sveitarfélagið átti í Hlíf á Ísafirði. Eru þær nýttar á sama hátt og Hlífaríbúðirnar voru.

Það var Hrafnshóll ehf. sem byggði íbúðirnar  í samvinnu við Súðavíkurhrepp og hófust framkvæmdir vorið 2020.

Leigufélagið Bríet fer með tvær íbúðir og ráðstafar þeim. Leigjendur eru í þeim báðum en önnur þeirra er nú auglýst laus til umsóknar þar sem leigjandinn hefur sagt upp leigunni.

DEILA