Sjálfsbjörg Ísafirði: aðgengisdagurinn 27. ágúst 2022 – víða pottur brotinn

Víða er pottur brotinn í frágangi á gangbrautum og gangstétta-brúnum.

Laugardagurinn rann upp bjartur og hlýr, alls voru mættir 24  á  bílastæði H.-Vest. Þar fóru fram góðar umræður manna á milli og Gylfi Ólafsson framkvæmdastjóri H.Vest og formaður bæjarráðs ávarpaði hópinn og kynnti áform um breytingar á bílastæðum fyrir fatlaða  á lóð H.Vest,  eftir ábendingar frá Sjálfsbjargar-félögum.

Síðan lagði hópurinn af stað og fremstur í flokki var Hjalti fyrrverandi endastjóri Ísafjarðarhafnar  og ók Gylfa Ólafssyni í hjólastól alla leiðina, þó nokkrir íbúar Hlífar mættur með sínar göngugrindur. Á  gönguleiðinn sem náði niður fyrir Edinborgarhús  kom í ljós að víða er pottur brotinn í frágangi á gangbrautum og  gangstétta-brúnum, bílastæðum, dyra umbúnaði og fl., fjöldi mynda var tekinn af ástandinu svo ekkert gleymist þegar unnið verði úr því sem við blasti.

Nokkrir bættust í hópinn á leiðinn og vorum við 28 í lokin. Þessi uppákoma vakti auðsýnileg athygli í bænum og ekki síst þegar 28  biðu eftir að komast yfir gangbraut, í hjólastólum, með göngugrindur auk þeirra sem gengu óstuddir. Þegar komið var að Edinborgarhúsinu var gengið meðfram Pollgötu að bílastæði Stjórnsýsluhússins, þar sem fáni Sjálfsbjargar hafði verið dreginn að hún, en naut sín ekki að fullu í logninu. Síðan var farið að Hótel Ísafirði þar sem beið okkar kaffi og kökur í boði  Sjálfsbjargar  Landsamband Hreyfihamlaðra.

Það var glaðvær hópur sem kvaddist að kaffidrykkju lokinni.

Takk fyrir okkur og þökk sé öllum sem mættu.

Hafsteinn Vilhjálmsson

formaður   Sjálfsbjargar á Ísafirði

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs kynnist aðstæðum.

Myndir: Snævar Sölvason og Helga Þuríður.

DEILA