Ríkisstjórnin á Vestfjörðum í næstu viku

Horft af útsýnispallinum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Í næstu viku verður ríkisstjórn landsins á Vestfjörðum. Haldinn verður ríkisstjórnarfundur á Ísafirði. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, sem kemur að skipulagningu dagskrá, segir að hluti af dagskrá dagsins sé fundur ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna á Vestfjörðum ásamt Vestfjarðastofu. Hún segir að Vestfjarðastofa hyggist nýta heimsókn ríkisstjórnarinnar til að koma mjög skýrum skilaboðum um stærstu hagsmunamál Vestfjarða á framfæri við ríkisstjórn milliliðalaust. „Þessi hagsmunamál byggja á ályktunum Fjórðungþinga og stjórnar og við horfum sérstaklega til nýrrar umsagnar okkar um fjármálaáætlun.“

Sigríður Kristjánsdóttir.

Í umsögninni er lögð áhersla á að íbúum á Vestfjörðum hefur farið að fjölga á ný samhliða fjölgun starfa í fiskeldi
og ferðaþjónustu eftir allt að 30 ára samdrátt í efnahags og samfélaga á Vestfjörðum og lagt fyrir stjórnvöld að vinna að framfaraskeiði á Vestfjörðum með margvíslegum aðgerðum.

Útsýnispallurinn á Bolafjalli afhentur

Fimmtudaginn 1. september mun verkatakafyrirtækið Eykt afhenda útsýnispallinn formlega til bæjaryfirvalda í Bolungavík og stefnt er að því að kl 9 verði athöfnin að viðstaddri ríkisstjórninni og gefst ráðherrum kost á að ganga eftir pallinum og virða fyrir sér útsýnið.

DEILA