Maskína: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á vestanverðu landinu

Teitur Björn Einarsson alþm í Norðvesturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17.ágúst 2022 og voru 890 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Húnavatnssýslur og Skagafjörður eru auk þess hluti af Norðvesturkjördæmi, en eru í þessari könnun talin með Norðurlandi. Tölurnar eru því ekki fyllilega sambærilegar við úrslit í alþingiskosningum.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 26,2%. Framsóknarflokkurinn kemur fast á hæla honum með 25,7% fylgi. Í þriða sæti er Samfylkingin með 10,7% fylgi. Vinstri grænir mælast með 7,8% og myndu ekki fá kjördæmakjörinn þingmann ef þetta yrðu úrslit í Norðvesturkjördæmi. Sólsíalistaflokkurinn er svo næstur með 7,2%. Aðrir flokkar fá minna fylgi.

Ef þingsætunum er skipt í samræmi við þessar tölur fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þrjú þingsæti hvor og Samfylkingin eitt, en kjördæmasætin eru 7 í Norðvesturkjördæmi.

Það ber að hafa í huga að fá svör eru á bak við dreifinguna á Vesturlandi og Vestfjörðum og vikmörkin því víð.

Vesturland og Vestfirðir
flokkurfylgiþingsæti
Sjálfstæðisflokkurinn26,23
Framsóknarflokkurinn25,73
Píratar4,1
Samfylking10,71
Viðreisn5,8
Vinstri grænir7,8
Sósíalistaflokkurinn7,2
Flokkur fólksins5,9
Miðflokkurinn6,6

DEILA