LÓN með tónleika á Vagninum á Flateyri

Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu spreyta sig á lítillátari hljóðheim sem hæfir þeirri skilgreiningu.

Þökk sé heimsfaraldri var fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bílskúr í Garðabæ og í bústað við Þingvallavatn en einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima hafði áhrif á það hvernig platan hljómar.
Tónlistin er undir einhverskonar áhrifum frá þjóðlagatónlist. Hún er frekar lágstemmd þannig að laglínan og textarnir fá að njóta sín.

Hljómsveitin LÓN heldur tónleika á Vagninum Flateyri föstudaginn 5. ágúst.

DEILA