Lögreglan á Vestfjörðum: hvorki lögreglustjóri né löglærður fulltrúi

Karl Ingi Vilbergsson er til vinstri á myndinni og Birgir Jónasson til hægri. Myndin er tekin þegar Karl lét af störfum og Birgir tók við.

Hvorki er starfandi lögreglustjóri við embætti lögreglunnar á Vestfjörðum né löglærður fulltrúi. Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum fyrir rúmri viku. Þá er nauðsynlegt fyrir embættið að hafa starfandi löglærðan fulltrúa sem ekki er um þessar mundir.

Hjá embætti lögreglunnar á Vestfjörðum fengust þau svör að það væri löglærður fulltrúi hjá embætti Birgis Jónassonar á Norðurlandi vestra sem hefur verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum meðan auglýst er eftir nýjum „svo embættið er ekki án fulltrúa“.

DEILA