Fjölbreytt dagskrá var á hátíðinni. Haldið var Íslandsmót í flugdrekagerð sem Fjóla Eðvarðsdóttir sá um. Auk þess var á dagskránni sýning á Steyptum draumum, kvikmynd Kára G.Schram og Ólafs J. Engilbertssonar um Samúel, diskótek DJ Mjalta bónda og gönguferð með leiðsögn Sólveigar Ólafsdóttur í Verdali.
Einnig leiðsögn Gerhards König um viðgerðasögu verka Samúels og tónleikar ólíkra listamanna eins og Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur, Francisco Javier Jáureguis, Between Mountains og Skúla mennska í kirkju Samúels. Gestir nutu matarveislu í boði 27 Mathúss og Kára G. Schram.
Síðast en ekki síst var brenna og söngur og gítarleikur í fjörunni sem Gísli Ægir Ágústsson sá um. Hátíðin var vel sótt og um 40 manns sóttu tónleikana.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti hátíðina.
Myndir: Ólafur J. Engilbertsson.
