Leigufélagið Bríet auglýsir tvær íbúðir á Vestfjörðum

Leiguíbúðir við Þjóðólfsveg í Bolungarvík.

Leigufélagið Bríet hefur auglýst til leigu tvær íbúðir á Vestfjörðum. Önnur þeirra er í Súðavík, Grundarstræti 15 og hin er Þjóðólfsvegur 17 í Bolungavík. Leiguverð er 157.000 kr. á mánuði.

Íbúðirnar eru nánast eins og eru 3ja herbergja, 74,5 m² íbúð í raðhúsi. Leigusamningur er tímabundinn til eins eða tveggja ára í senn eða ótímabundinn.

Í raðhúsinu í Bolungavík eru fjórar aðrar íbúðir og segir í svörum frá Leigufélaginu að þær verði auglýstar á næstu dögum.

DEILA