Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps vill þéttbýlisuppdrátt sem fyrst

Látrar-flugvöllur í Aðalvík. Mynd: Mats Wibe Lund.

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, sem haldinn var 31. maí 2022, minnti á áskorun aðalfundar 23. maí 2018, þar sem skorað er á Ísafjarðarbæ að hefja vinnu við rammahluta aðalskipulags sem fyrst og að verklok yrðu það tímanlega að þau nýttust við endurskoðun aðalskiplagsins.

Aðalfundurinn harmaði að endurskoðun aðalskipulags hefur dregist fram úr hófi og leggur áherslu á að vinnu verði komið aftur af stað hið fyrsta og að unnið verði við rammahluta aðalskipulags eða þéttbýlisuppdrátt þar sem það á við, svo ljós sé staðsetning lykilinnviða, s.s. göngustíga, brúa, tjaldsvæða, bryggja og annarra innviða, í samráði við landeigendur.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tók erindið fyrir um miðjan júlí og vísaði erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

DEILA