Knattspyrnan: Vestri mætir Fylki á morgun

Knattspyrnulið Vestra í Lengjudeildinni í knattspyrnu fær Fylki í heimsókn á Olísvöllinn á Ísafirði kl 14 á morgun.

Vestri er í 7. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 15 leiki. Í síðasta leik tapaði Vestri fyrir Þór á Akureyri eftir gott gengi í leikjunum á undan. Fylkir hefur hins vegar unnið 5 síðustu leiki og er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig og er 8 stigum á undan liðinu í 3. sæti. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í Bestu deildinni, efstu deild í Íslandsmótinu.

DEILA