Knattspyrnan: Vestri gerði jafntefli í Grindavík

Frá leik við Grindavík.

Vestri mætti til Grindavíkur í Lengjudeildinni á laugardaginn í 19. umferð deildarinnar. Bæði liðin höfðu að litlu að keppa fyrir leikinn, voru orðin örugg með áframhaldandi sæti sitt í deildinni en einnig ljóst að ekki var lengur möguleiki á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.

Vestri átti ágætan leik og tóku forystu í fyrri hálfleik með marki frá Vladimir Tufegdzic. Í seinni hálfleik jók Daníel Agnar Ásgeirsson forystuna í 2:0 þegar aðeins 15 mínútur voru til leiksloka og sigurinn virtist innan seilingar. Ef á þriggja mínútna kafla skömmu fyrir leikslok gerðu Grindvíkingar tvö mörk og jöfnuðu leikinn. Það síðara kom eftir að dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem var frekar umdeildur dómur.

Vestri er í 6. sæti deildarinnar eftir þessi úrslit með 26 stig og Grindavík tveimur sætum neðar með 24 stig.

DEILA