Klettháls: arðsemi jarðganga 0,83%

Gangahugmyndin sem skýrslan er miðuð við.

Jarðgöng í gegnum Klettháls er framkvæmd sem skilar jákvæðum innri vöxtum um 0,83% samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri sem gerð var fyrir Vegagerðina. Í skýrslunni eru 13 jarðgangahugmyndir á landsbyggðinni teknar til skoðunar út frá arðsemi, umferðaröryggi, tenging svæða og byggðaþróun.

Gert er ráð fyrir 3,8 km löngum göngum með gangamunnum í 80 hæð öðru megin og 50 metra hæð hinum megin. Framkvæmdatími verði 2,4 ár. Kostnaður er 8,4 milljarðar króna án virðisaukaskatts en 10,4 milljarðar að skattinum meðtöldum. Vegstytting verður 4,5 km. Umferðin 2019 var 173 bílar á dag að jafnað yfir árið og höfundar telja að hún væri 515 bílar ef lokið væri vegabótum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Þungaumferð verði 12% af allri umferð og meðalgreiðsluvilji á bíl 587 kr.

Út frá vegstyttingu og tímasparnaði er miðað við veggjaldið 357 kr. fyrir fólksbíla og þrefalt hærra gjald á þunga bíla. Það ætti að gefa 82 Mkr í tekjur á fyrsta ári Það stendur undir 6,6 milljarða króna láni ef raunvextir eru 1,25%.

Lokað í 14 daga að meðaltali

Lokanir á Klettshálsi hafa verið miklar og tíðar og vegurinn þvískapað vetrareinangrun. Því munu gögnin hafa mikil áhrif á bætta tengingu svæðanna. Fram kemur í skýrslunni að reiknað út frá lokunarklukkustundum var að meðaltali lokað í 14 sólarhringa á ári. Sum ár hafa lokanir þó verið enn meiri eða í kringum 20 árin 2012, 2014 og 2015 (Langerfiðasta árið var 2020 þegar lokað var sem nemur heilum mánuði.

Um áhrif jarðganganna á byggðaþróun segir að fyrir þróun atvinnulífs á Vestfjörðum, s.s. sívaxandi fiskeldi og flutninga því tengdu er mikilvægt að slæmum hindrunum á vegum til og frá landshlutanum verði útrýmt. Tíðni lokana
á Klettshálsi vegna ófærðar bendir til þess að vegurinn sé slíkur þröskuldur og að göng undir hann muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf í landshlutanum. Göngin myndu gera Vestfirði aðgengilegri fyrir ferðamenn að vetri enda virðist sem Klettsháls verði ein helsta hindrunin inn í landshlutann eftir að búið er að leggja nýjan veg um Gufudalssveit segir í skýrslunni.

Höfundar telja mun líklegra er að munnar ganganna verði neðar til að koma í veg fyrir bratta vegi að gangamunnum. Það er aukin krafa samtímans. Þess vegna er mögulegt að útfærslan yrði meira í líkingu við meðfylgjandi mynd. Á myndinni eru gangamunnar í 40 m h.y.s. að austan og 30 m h.y.s. að vestan, gangalengd 4,2 km, ein brú í Kollafirði en ekki tvær og vegstytting 5,5 km í stað 4,5 km.

DEILA