Kaldrananeshreppur: gott ástanda sundlauga

Gvendarlaug hins góða.

Í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða kemur fram að sýni úr Gvendarlaug hins góða í Bjarnarfirði að Laugarhóli og úr pottinum sem staðsettur við hliðin á lauginni standist gæðakröfur reglugerðar um baðstaði í náttúrunni nr. 460/2015 en laugin er tæmd alla þriðjudaga og þvegin með háþrýsti dælu.

Sömu sögu var að segja af sýnum tekin voru úr Sundlauginni á Drangsnesi. Þau standast kröfur skv. sundlaugareglugerð nr. 810/2010. Klórblöndun er í góðu lagi og gestafjöldi hefur verið skráður. Merkingar eru allar til staðar en athuga þarf merki sem bannar dýfingar fyrir ofan dúkrúllu á húsi en það er óskýrt.

DEILA