Ísafjörður: ekki verandi í Tunguhverfi fyrir kríu

Tunguhverfi.

Íbúar við Ártungu á Ísafirði hafa ritað ísafjarðarbæ bréf og kvarta yfir ágangi kríu á leikvellinum í Tunguhverfi. Segja þeir að þær valdi miklu ónæði og séu „farnar að vera mjög árásargjarnar á fólk sem er að vinna við garðinn sinn hinum megin við götuna en við búum sunnan megin í götunni sjálf en þekkjum til hinum megin og segja íbúar þetta orðið gjörsamlega ólíðandi.“

Er farið fram á að bærinn geri eitthvað til þess að krían færi sig og hnykkja íbúarnir út með því að segja:

„Okkur finnst rök á við að íbúar verði að „sættast við náttúruna“ ekki vera gild varðandi þetta því hún er mjög árásargjörn og ekki farandi t.d göngustíginn þarna við án þess að vera með hjálm!“

Ýmsar hugmyndir að lausn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjori segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta um það hvort komnar séu lausnir á vandanum að ekki séu komnar með lausnir sem tryggja árangur.

„Við höfum rætt við sérfræðinga um leiðir sem hægt væri að fara sem taka tillit til þess að krían er friðuð. Þær byggja á því að hún færi varpssvæðið sitt eitthvað annað í firðinum. Kríum hefur fjölgað verulega í Tunguhverfinu þar sem það virðist sem að þeim hafi ekki litist á að vera á Suðurtanganum þar sem eru miklar framkvæmdir í gangi og fært sig í Tunguhverfið, en þar voru fyrir talsvert að kríum.  Það sem okkur er sagt er að krían vill helst ekki vera í lágum gróðri eins og grasi þannig það kemur til greina að  slá blettinn leikvöllinn svo hún setjist síður niður þar.  Það hafa verið gerða tilraunir með að dreifa skít sem báru ekki tilætlaðan árangur.  Það er augljóst  að hún vill ekki vera á framkvæmdarsvæði, sbr. flugvöllinn og Suðutangann. Launsin liggur mögulega í því að framkvæma meira á svæðinu en það er ómögulegt að vita hvert hún fari þá eða hvort hún fari.  Við erum opin fyrir fleirum hugmyndum um hvað sé hægt að gera.

Við skiljum áhyggjur íbúa og það er mjög bagalegt t.a.m. að börn geti ekki nýtt leikvöllinn og fólk geti ekki rölt í búðina vegna ágangs fuglsins.  Nú er komin sá tími að krían haldi suður á bóginn, en það gefur okkur tíma til hugsa fleiri leiðir. Krían vill vera í návígi við mannfólkið þar sem hún fær meira öryggi frá öðrum rándýrum en á sama skapi vill hún ekki hafa okkur of nálægt sér.“

DEILA