Ísafjarðarbær: 48 m.kr. í fráveitu á Suðurtanga

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að gera þá breytingu á fjárhagsáætlun ársins að færa 48 m.kr. af liðnum áhöld og tæki yfir á fráveitu. Er það til þess að kosta lagnir frá Æðartanga við Suðurbakka sem vinna þarf í haust.

Í minnisblaði tæknideildar segir að upp úr miðjum september er von á að uppdæling hefist við Sundabakka á Ísafirði. Áður en uppdæling og landmótun klárast þarf að tengja frárennslis- og regnvatnslangir frá Æðartanga til sjávar. Um er að ræða um 74 metra af lögnum í Suðurtanga og 62 metra af lögnum við neðrienda Hrafnatanga. Verði ekki farið í verkið nú, verður það umfangsmeira og dýrara að lokinni uppdælingu.

Áætlað er að verkið fari í verðkönnun hjá verktökum á svæðinu í samræmi við innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.

DEILA