Ísafjarðarbær: 16% framkvæmda lokið í lok júní

Frá framkvæmdum við Sundabakka. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Fram kemur í yfirliti Ísafjarðarbæjar um stöðu framkvæmda á fyrri hluta ársins að lokið var framkvæmdum fyrir 108 m.kr. af 640 m.kr. Tvö stærstu verkefnin eru landfylling þar sem hlutur bæjarins er 160 m.kr. og hafnarframkvæmdir við Sundabakka, en í þeim greiðir bærinn 200 m.kr. Landfyllingin er ekki hafin og í hafnarframkvæmdunum hefur bærinn gjaldfært 45 m.kr. í lok júní. Langstærstur hluti þessara framkvæmda verður því á seinni hluta ársins. Af liðnum húsnæði og lóðir hefur verið framkvæmd fyrir 30,5 m.kr. af 67,5 m.kr. og óverulegt af örðum framkvæmdaliðum.

DEILA