Hvítanes: Orkubú Vestfjarða setur upp hleðslustöð

Sett verður upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla við Hvítanes í Ísafjarðardjúpi.

Orkubú Vestfjarða hyggst setja upp hleðslustöð í Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi og hefur sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkt það fyrir sitt leyti.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri segist gera ráð fyrir að hafist verði handa við uppsetningu á Hvítanesi nú í ágúst á tveimur 22 kW stöðvum, hleðslustólpa ásamt skáp og búnaði.

DEILA