Hólmavík: fyrsta skemmtiferðaskipið

Greg Mortimer utan Hólmavíkur.

Skemmtiferðaskipið Greg Mortimer lagðist við akkeri utan við Hólmavík á föstudaginn var. Skipið er 8000 tonn að stærð, liðlega 100 metra langt og er smíðað í Kína 2019. Það er í sinni fyrstu ferð til landsins. Greg Mortimer tekur 126 farþega.

Gúmíbátar ferjuðu talsverðan fjölda gesta í land, sem gengu um götur Hólmavíkur, fóru á Galdrasafnið ofl. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri segir að  skip af þessari stærðargráðu geti hæglega heimsótt Hólmavík og lagst að bryggju og unnið sé að því að svona heimsóknir verði mun algengari á næstu árum.

Myndir: Þorgeir Pálsson.

DEILA