Guðbjörgin orðin blá

Greint er frá því í Samherjafréttum í gær að Snæfell EA 310, frystitogari Samherja, hafi komið til Akureyrar sl. laugardag. Samherji keypti skipið af Framherja í Færeyjum á árinu. Ýmsar endurbætur voru gerðar á skipinu í kjölfar kaupanna, sem aðallega er ætlað að stunda veiðar og vinnslu á grálúðu og karfa.

Skipið sem var smíðað í Noregi árið 1994 er 85 metra langt og 2,898 brúttótonn. Samið var um endurbæturnar við Orskov Yars skipasmíðastöðina í Fredrikshavn í Danmörku.

Guðbjörgin verður áfram gul….

Skipið þekkja Vestfirðingar mætavel þar sem þar var smíðað fyrir Hrönn hf á Ísafirði og fékk nafnið Guðbjörg ÍS. Það komst í eigu Samherja þegar Hrönn hf rann inn í Samherja í janúar 1997. Af því tilefni var gefin út sameiginleg fréttatilkynning frá Samherja og Hrönn þar sem segir að samkomulag sé um að útgerð skipsins verði óbreytt frá því sem verið hefur.

DEILA