Gísli Jóns: útkall í Veiðileysufjörð

Í gær um miðjan dag barst útkall vegna göngumanns í sjálfheldu við Hafnarskarð milli Veiðileysufjarðar og Hornvíkur. Björgunarbáturinn Gísli Jóns hélt af stað með göngumenn frá björgunarsveitinni Erni í Bolungavík, Tindum í Hnífsdal og Björgunarfélagi Ísafjarðar. Á faccebook síðu björgunarskipsins Gísla Jóns segir að hjálpaði hafi verulega til að finna manninn að neyðarlínan gat náð staðsetningarhnitum úr síma hans. Fyrstu björgunarsveitarmenn komust til mannsins kl. 18:25. Talsverðan tíma tók að koma manninum úr sjálfheldunni niður bratta snjófönn en allt í allt gekk verkefnið vel. Gísli Jóns kom í höfn kl. 23:20, sjúkrabíll flutti manninn á sjúkrahús.

Myndir: Björgunarskipið Gísli Jóns.

Björgunarsveitarmenn á göngu í hlíðinni.

DEILA