Djúpið: hvalur fastur í línu

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar fóru í dag út á Djúpið út af Sandeyrinni til þess að freista þess að losa hval sem er kyrfilega fastur í línu. Hjalti Karlsson segir að línuefnið sé margvafið utan um styrtluna og hvalurinn geti ekki losað sig og hann getur ekki kafað.

Bátur Björgunarsveitarinnar Gísli Jóns fór út í gærkvöldi til þess að losa hvalinn en varð að sinna útkalli áður en tekist hafði að losa hvalinn. Buist er við því að gerð verði önnur tilraun í dag.