Borea: Sif sigldi á hval

Sif bátur Borea Adventures á Ísafirði sigldi í dag á hval úti á miðju Djúpi. Báturinn var á leið til Hesteyrar þegar slysið varð og voru 6 manns um borð. Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borea sagði að engin slys hefðu orðið á fólki en skemmdir á bátnum. Gat kom á skrokkinn og skemmdir á stýri.

Sif var siglt til hafnar á Ísafirði eftir slysið og tekin upp á bryggju. Verða skemmdir metnar nánar á morgun. Nanný sagðist vera þakklát fyrir alla hjálpinu sem þeim hefði þegar boðist.

Myndir: Þorsteinn Tómasson.

DEILA