Bolungavíkurhöfn: 1.155 tonna afli í júlí

Bolungavíkurhöfn Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.155 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Strandveiðibátar komu með um 410 tonn og sjóstangveiðibátar lönduðu um 23 tonnum.

Togarinn Sirrý reri ekkert í júlí og sömu sögu er að segja um línubátana. Fjórir aðkomubátar á línu lönduðu 32 tonnum, hver þeirra eftir einn róður.

Fjórir snurvoðarbátar veiddu vel í mánuðinum og komu með nærri 635 tonn. Ásdís ÍS var þeirra aflahæst með 229 tonn. Þorlákur ÍS veiddi 183 tonn, Finnbjörn ÍS 161 tonn og Bárður SH var með 85 tonn, en aðeins eftir 2 róðra.

DEILA