Bændasamtökin: gjaldtaka í jarðgöngun hefur gríðarlega neikvæð áhrif á samkeppnishæfni margra byggðarlaga

Fyrstu jarðgöngin voru gerð 1949 á Vestfjörðum í gegnum Arnarneshamarinn.

Bændasamtök Íslands segja í umsögn um áform um framvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag
um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða að stíga verði varlega til jarðar varðandi gjaldtöku og að ætla megi að mikil vinna sé óunnin hjá ráðuneytinu við greiningu og mat á því hver raunveruleg áhrif slíkrar gjaldtöku verði á hinar dreifðari byggðir.

Samtökin andmæla því mati á áhrifum lagasetningar á atvinnulíf, vinnumarkað og samkeppni að áformin hafi ekki áhrif á samkeppnisskilyrði. „Telja verður óumdeilt að það að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum á landinu muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á samkeppnishæfni margra byggðarlaga sem byggja lífsviðurværi sitt á samgöngum á landi um þau jarðgögn.“ segr í umsögn Bændasamstakanna.

Í öðru lagi er gerð athugasemd við það að eingöngu er minnst á að flýting mikilvægra samgönguinnviða muni hafa jákvæð áhrif á byggðalög. „Ljóst er að gjaldtaka er einnig líkleg til að hafa verulega neikvæð áhrif en engin greining fylgir áformum þessum þar sem borin eru saman jákvæð og neikvæð áhrif gjaldtökunnar.“

Einnig er bent á að ekki fari saman það sem segir að meginatriði sé að notendur eigi kost á annarri leið eftir að gjaldtaka verði hafin þar sem víða hátti svo til að önnur leið sé ekki fyrir hendi.

DEILA