Aurea: báturinn Sif úr leik í sumar

Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borea Adventures segir að Sif, bátur fyrirtækisins sé fyrirsjáanlega úr leik það sem eftir lifir sumarsins vegna skemmda sem urðu við árekstur bátsins á hval á Ísafjarðardjúpi í gær. Engin meiðsl urðu á fólki.

Nanný segir að fyrirtækið sé vel tryggt, en mesta tjónið sé vegna þess að rekstrarstöðvunartrygging er ekki í boði og því verði Borea að bera tekjutapið óbætt sem verður af stöðvun bátsins.

Verið er að meta skemmdirnar á Sif og ljóst að þær eru verulegar, en Nanný Arna var engu að síður bjartsýn á framtíð fyrirtækisins og sagði að þetta muni allt bjargast.

DEILA