Annað sjónarhorn á Listasafni Ísafjarðar

Föstudaginn 19. ágúst klukkan 16:30 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýninguna Annað sjónarhorn á Listasafni Ísafjarðar í Safnahúsinu.

Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir.

Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.

Soffía á að baki langan og farsælan myndlistarferil. Hún hefur verið virk á myndlistarvettvangi frá útskrift úr grafíkdeild MHÍ 1991. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og kennt myndlist um árabil. Málverk hennar bera sterk höfundareinkenni og vísa í óræða sögu með ákveðnum sögupersónum.  Með teikningum sínum og verkum á pappír dregur hún upp landslag og vill með því kanna óþekkta staði.

DEILA