Aðgengisdagur Sjálfsbjargar á laugardaginn

Sjálfsbjörg  landsamband hreyfihamlaðra heldur aðgengisdaginn hátíðlegan næstkomandi laugardagi þann 27. ágúst.

Hafsteinn Vilhjálmsson, formaður Sjálfsbjargar á Ísafirði segir: „Við hér í Sjálfsbjörgu á Ísafirði ætlum að standa okkur og boða til hópgöngu frá bílastæði H-Vest og ganga áleiðis að Suðurtanga. Í gönguna hvetjum við bæði fatlaða og aðra hreyfihamlaði að mæta, í hjólastólum, rafskutlum, göngugrindum sem öðrum hjálpartækjum og  á tveimur jafnfljótum.  Í göngunni ætlum við að skoða aðgengið á þessari leið.“

DEILA