3/4 fólksfjölgunarinnar er á sunnanverðum Vestfjörðum

Frá Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði um 64 á 9 mánaða tímabili, frá 1. desember 2021 til 1. ágúst 2022. Liðlega þrír fjórðu af fjölgunni er í sveitarfélögunum tveimur á sunnanverðum Vestfjörðum, Vesturbyggð og Tálknafirði. Fjölgunin er 0,9%.

Í Vesturbyggð fjölgaði um 37 manns á tímabilinu. Íbúafjöldinn fór úr 1.131 upp í 1.168 manns sem geriri fjölgun um 3,3% . Á Tálknafirði varð einnig fjölgun. Íbúum fjölgaði úr 255 í 267 eða um 12 manns. Það nemur 4,7% fjölgun.

Þá varð um 7% fjölgun í Súðavík. Íbúafjöldinn fór úr 213 upp í 228, sem er fjölgun um 15 manns.

Á síðustu 9 mánuðum hefur hlutfallsleg mest fjölgun orðið í Árneshreppi. Íbúum þar hefur fjögað um 9,8%. Vegna fámennis er hins vegar einungis 4 einstaklingar á bak við þá fjölgun. Fjölgunin í Súðavík, sem er 7%, er sú 4. mesta á landinu á sama tíma.

Fjölgunin á landsvísu var 2% á þessum mánuðum eða 6.242 manns.

Íbúafjöldinn á Vestfjörðum frá 2019 til 2022.

DEILA