Viðgerðir á kirkju Samúels í Selárdal

TV-verk á Tálknafirði hafa nú lokið viðgerðum á þaki kirkju Samúels í Selárdal. Gert var við turninn og skipt um járn á þakinu. Einnig voru settar þakrennur og niðurföll á öll húsin. 

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti verkefnið.

Myndina tók Heiðar Jóhannsson.  

DEILA