Vesturbyggð: ekkert að frétta

Rebekka Hilmarsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Vesturbyggð.

„Það er ekkert að frétta“ sagði Jón Árnason, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar aðspurður um ráðningu bæjarstjóra fyrir Vesturbyggð. Rebekka Hilmarsdóttir hefur látið af stöfum sem bæjarstjóri og verður ekki áfram. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að auglýsa starfið. Jón sagði að verið væri að skoða málið og þreyfingar væru í gangi. Svo gæti farið að auglýst yrði en það yrði þá ákveðið síðar.

DEILA