Vestfirðir: hægviðri um verslunarmannahelgina

Kastalakeppnin verður að venju í Holti Önundarfirði. Frá keppninni 2017.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður hægviðri á Vestfjörðum um verslunarmannahelgina. Vindur verður hægur 4-6 m á sek í dag laugardag og fram á miðjan dag á sunnudag. Þá bætir aðeins í og verður 8 – 10 m á sek en lægir svo aftur um miðjan dag á mánudaginn. Það verður þurrt laugardaginn og fram á sunnudag, en þá verður lítilsháttar úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis og fram á kvöldið. Þurrt á mánudag. Hitastig verður í lægri kantinum, einkum á sunnudaginn.

Bæjarins besta óskar lesendum sínum góðrar verslunarmannahelgar.

Spákort Veðurstofu Íslands.

DEILA