Umhverfislist – Alviðra 2022

Á morgun laugardaginn 2. júlí verður opnuð sýning á umhverfislist á bænum Alviðru í Dýrafirðir.

Þátttakendur í verkefninu List í Alviðru 2022, við Sjávarsíðuna hafa undanfarna daga unnið að gerð umhverfislistaverka og bjóða til opnunar laugardaginn 2.júlí kl. 14-17.

Umhverfislistaverkin eru stödd víða í landi Alviðru, í fjöru, á holtum, við fjósið gamla og á svæðinu fyrir neðan veg.

Listaverkin verða til sýnis í allt sumar og út september. Kort er á staðnum fyrir staðsetningu þeirra svo hægt er að gera skemmtilegan ratleik til að sjá öll verkin.

DEILA