Tálknafjörður: leigusamningur sveitarstjóra ekki afhentur

Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps.

Lilja Magnúsdóttir, oddviti vill ekki afhenta leigusamning sveitarstjóra um íbúð sem hann leigir af sveitarfélaginu né upplýsa um leigufjárhæð, en Bæjarins besta hefur óskað eftir þessum upplýsingum. Lilja vísar fyrirspurn Bæjarins besta til sveitarstjóra til svara þegar hann kemur aftur úr sumarleyfi eftir verslunarmannahelgi.

Aðspurð segist Lilja Magnúsdóttir svara fyrir sveitarfélagið í fjarveru sveitarstjóra þegar þörf krefur „en í þessu tilviki met ég það svo að erindið geti beðið þar til sveitarstjóri kemur aftur til baka úr fríi.“

Í ráðningarsamningi Tálknafjarðarhrepps við Ólaf Þór Ólafsson fyrir yfirstandandi kjörtímabil segir að gerður verði sérstakur leigusamningur um íbúðina, sem er í eigu sveitarfélagsins. Samhljóða ákvæði var í fyrri samningi frá 2020 milli sömu aðila.

DEILA