Tálknafjörður: 32% atvinnutekna frá fiskeldi

Hlutdeild fiskeldis í atvinnutekjum er langhæst á landinu í Tálknafirði en þar eru 32,1% atvinnuteknanna komið þaðan. Það jafngildir því að þriðja hver króna komið fyrir vinnu í fiskeldi.Miðað er við síðasta ár.

Þetta kemur fram í radarnum, mælaborði sjavarútvegsins.

Næsthæst er hlutfallið í Vesturbyggð en það var 22,9% á síðasta ári. Súðavíkurhreppur er svo þriðja hæsta sveitarfélagið með 8,7% atvinnuteknanna í fiskeldi. Ísafjarðarbær er í sjöunda sæti með 2,3%.

Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum skera sig úr með háa hlutdeild fiskeldis í atvinnutekjum.

Vægi í atvinnutekjum á Vestfjörðum fer enn hækkandi og var 6,9% á fyrstu 4 mánuðum þessa árs samanborið við 6% á sama tímabili í fyrra. 

DEILA