Fiskistofa hefur sent frá sér tilkynningu um strandveiðarnar og þar segir að að öllu óbreyttu verði síðasti dagur strandveiða á morgun.
Samkvæmt rauntíma upplýsingum Fiskistofu eru eftir rétt um 400 tonn af þorski í pottinum, og hafa þá ekki allar löndunartölur dagsins í dag verið teknar inn. Meðalafli á dag er um 350 tonn og telur Fiskistofa meiri líkur en minni að potturinn klárist á morgun.