Strandveiðar: nærri 1.100 tonn í Bolungavík

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Síðasti dagur strandveiða var í gær. Þá komu 37 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn. Alls voru um 50 bátar með 410 tonn í júlímánuði. Í júní varð aflinn sá sami eða 407 tonn og í maímánuði skiluðu strandveiðarnar 278 tonnum. Samtals lönduðu strandveiðibátar um 1.095 tonnum á vertíðinni sem hófst í byrjun maí og lýkur í dag rúmum mánuði fyrr en til stóð.

DEILA